Vatnsdeigsbollur með sultu, jarðaberjarjóma og sítrónuglassúr

by thelma

Vatnsdeigsbollur með sultu, jarðaberjarjóma og sítrónuglassúr

Prenta
fyrir: 15 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 dl vatn 
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg

Jarðaberjarjómi
½ lítri rjómi
Ca 10 stór jarðaber

Sítrónuglassúr
100 g hvítt súkkulaði
4 msk rjómi
200 g flórsykur
1 tsk sítronudropar
Heitt vatn

Aðferð

Bollur

Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili.  Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær.

Skerið toppinn af bollunum, setjið jarðaberjasultu í botninn á bollunni ásamt jarðaberjarjóma. Lokið bollunni og setjið sítrónuglassúrið ofan á hverja bollu. Skreytið með niðurskornum jarðaberjum af vild.

Jarðaberjarjómi

Þeytið rjómann þar til hann stendur. Setjið jarðaberin í matvinnsluvél og hakkið þar til þau hafa maukast alveg. Blandið þeim saman við rjómann og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Sítrónuglassúr

Bræðið súkkulaðið í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Bætið rjóma saman við ásamt flórsykri og hrærið vel. Setjið heitt vatn saman við þar til glassúrið er orðið slétt og fínt, passið að setja aðeins lítið í einu og hræra svo vel á milli. Þið getið svo bætt við meira af vatni eftir því hversu þykkt þið viljið hafa glassúrið. Bætið því næst sítrónudropunum saman við og hrærið vel.


Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað