Súkkulaðimús úr grískri jógúrt

by thelma

Einstaklega létt og bragðgóð sykurlaus súkkulaðimús úr grískri jógúrt með kaffikeim og rjóma. Frábært eftirréttur eða í brunch, hægt að gera 2-3 dögum áður en borinn fram, en setja rjómann á samdægurs. Það fer eftir því hversu stór glös þið setjið þetta í hvað músin dugar fyrir marga, þessi glös eru um 40 cm að stærð.


Súkkulaðimús úr grískri jógúrt

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Innihald

100 ml mjólk (ég notaði nýmjólk)
200 g dökkt súkkulaði
1 1/2 tsk instant kaffi
400 g grísk jógúrt
1 msk síróp
1 tsk vanilludropar

Toppur

1/2 lítri rjómi
Kanilkex

 

Aðferð

 

  1. Setjið mjólk í pott yfir lágan hita ásamt súkkulaði. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og passið að það sjóði alls ekki.
  2. Bætið kaffi og sírópi saman við og hrærið vel saman, kælið súkkulaðiblönduna þar til hún hefur náð stofuhita.
  3. Setjið gríska jógúrt í skál og blandið súkkulaðiblöndunni saman við ásamt vanilludropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Sprautið blöndunni í lítil desert glös og kælið í eina klukkustund.
  5. Þeytið rjóma og setjið ofan á hverja súkkulaðimús ásamt grófsöxuðu kanilkexi.
  6. Geymið í kæli þar til borið er fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað