Lakkrís latte með rjóma

by thelma

Komdu gestunum á óvart með öðruvísi latte, lakkrís latte með rjóma og lakkríssúkkulaði. Einn bolli er á við góða súkkulaðikökusneið svo hægt er að bera þetta fram sem eftirrétt eitt og sér. Skora á ykkur að prófa, sérstaklega ykkur sem elska lakkrís.

Lakkrís latte með rjóma

Komdu gestunum á óvart með öðruvísi latte, lakkrís latte með rjóma og lakkríssúkkulaði. Einn bolli er á við góða súkkulaðikökusneið svo hægt… Allar uppskriftir Bingókúlur, lakkrís, latte, súkkulaði European Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.0/5
( 2 voted )

Innihald

3 dl nýmjólk
150 g bingókúlur
2 dl sterkt kaffi

TOPPUR
1/4 lítri rjómi
lakkrís og sjávarsalt súkklulaði frá omnom

Aðferð

  1. Setjið mjólk og bingókúlur saman í pott og hitið yfir meðalháum hita.

  2. Hrærið af og til þar til bingókúlurnar hafa náð að bráðna alveg.

  3. Bætið sterku kaffi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman.

  4. Hellið í bolla, setjið þeyttan rjóma ofan á og rífið lakkríssúkkulaði ofan á rjómann.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað