Mexikósúpa

by thelma

Það er fátt betra yfir vetrartímann en að gæða sér á góðri súpu, en þær er bæði einfalt að útbúa og svo skemmir ekki fyrir ef það verður afgangur því þá þarf ekki að elda daginn eftir. Svo verða súpur yfirleitt betri daginn eftir og ekki er það nú verra.

Það er fátt betra yfir vetrartímann en að gæða sér á góðri súpu, en þær er bæði einfalt að útbúa og svo… 30 mínútu kvöldmatur kjúklingur, mexikó, súpa European Prenta
fyrir: 8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 msk ólífu olía
4 stk rauðlaukar
3 hvítlauksrif, rifin niður
1 stk rauður ferskur chilipipar
10 dl vatn
2 stk kjúklingakrafts teningar
2 stk kjötkrafts teningar
1 tsk cayenne pipar (setja 1/2 fyrst og smakka svo)
4 dósir niðursoðnir tómatar, skornir smátt
6 stk ferskir tómatar, skornir í grófa bita
1⁄2 l matreiðslurjómi (meira fyrir sælkera)
5 stk kjúklingabringur
Salt og pipar

Borið fram með sýrðum rjóma, nachos flögum og rifnum osti.

Aðferð

  1. Setjið eina matskeið af ólífuolíu í stóran pott. Skerið rauðlauk gróflega niður og steikið hann í pottinum ásamt hvítlauk. Passið þó að hvítlaukurinn brekki ekki.

  2. Þegar rauðlaukurinn er aðeins farinn að brúnast bæti þið saman við niðursoðnum tómötum ásamt vatni og kjúklinga- og kjötkrafti.

  3. Setjið Cayenne pipar, chilipipar og ferska tómata samann við, hrærið vel og látið malla á meðan þið steikjið kjúklinginn.

  4. Skerið kjúklinginn smátt niður og steikið með ólífu olíu, salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá bæti þið honum saman við súpum.

  5. Setjið matreiðslurjóma saman við og auka krydd ef ykkur finnst það þurfa. 

  6. Berið fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og osti.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað