Möndlubitar Mr. Handsome

by thelma

Einfalt og gott millimál ef manni langar ótrúlega í eitthvað sætt og gott í hollari lagi. Þessa bita er gott að eiga inni í ísskáp eða taka með sér í vinnua þó svo Mr. Handsome hafi nánast klárað þá á einum degi! Einstaklega fljótlegt! Í rauninni er hægt að nota hvaða hnetur eða möndlur sem er og bæta við fræjum og því sem ykkur finnst best.

Möndlubitar Mr. Handsome

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

200 g hnetusmjör
1 msk ólífu olia eða kókos olía
6 msk hunang
1 tsk kanill
100 g tröllahafrar
50 g chia fræ
200 g möndlur
40 g kókos flögur

Aðferð

  1. Setjið hnetusmjör, olíu og hunang saman í pott yfir meðal háan hita. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  2. Bætið kanil og tröllahöfrum saman við og hrærið vel.
  3. Grófsaxið möndlurnar og setjið þær saman við ásamt chiafræjum og kókos flögum. 
  4. Hrærið allt þar til allt hefur blandast vel saman. 
  5. Setjið smjörpappír á bakka eða ílangt mót og þjappið blöndunni vel niður.
  6. Bræðið súkkulaði inni í örbylgju eða yfir lágum hita og slettið því óreglulega yfir allt saman. 
  7. Kælið í rúmar 15-30 mínútur. 
  8. Njótið

 

 

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað