Texmex Pizza

by thelma

Einstaklega góð Texmex pizza, stökk og góð. Einnig er gott að rjómaost á pizzuna eftir að hún kemur út úr ofninum.

Texmex Pizza

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 botnar

380 ml heitt/volgt vatn (40-50 gráður)
 1 msk sykur
1 pakki ger (18 g)
 1 tsk salt
 2 msk ólífuolía
450 g hveiti

Álegg (á eina pizzu)

1 msk ólífu olía
Pizzasósa
100 g Mozzarella ostur frá Gott í matinn
½ Mexikóostur frá Gott í matinn
150 g tilbúinn fahitas kjúklingur, eða steiktur kjúklingur kryddaður með fahitas kryddi.
½ rauð paprika
Rauðlaukur
Svartur Doritos
Avacado
Rjómaostur

Aðferð

  1. Hrærið saman vatn, sykur og ger í skál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
  2. Setjið ólífu olíu, salt og hveiti saman við, gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við og hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur eða þar til deigið sleppir skálinni.
  3. Smyrjið skálina með olíu að innan, setjið deigið ofan í og plastfilmu eða rakt viskastykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í klukkustund, best er þó þegar deigið fær nægan tíma til að lyfta sér.
  4. Takið deigið úr skálinni og hnoðið, hérna eru þið að berja deigið niður og ná öllu lofti úr deiginu svo gott er að hnoða ágætlega í stutta stund.
  5. Skiptið deiginu í tvennt, Rúllið deiginu út, gott er að stinga örlítið í það með gaffli áður en þið setjið álegg ofan á botnana.

Álegg

Setjið ólífu olíu á botninn ásamt pizzasósu. Því næst setji þið Mozzarellaost yfir alla pizzuna. Dreyfið kjúklingnum jafnt yfir pizzuna ásamt papriku og rauðlauk. Rífið mexikóost og dreyfið jafnt yfir pizzuna. Bakið við 200 gráður í 10- 12 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna og pizzan full bökuð. Setjið svartan Doritos yfir pizzuna ásamt avocado. Einnig er gott að bera pizzuna fram með rjómaosti, þá er gott að sprauta honum yfir pizzuna.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað