Shawarma með kjúklingi og hrísgrjónum

by thelma

Ég var fyrir norðan um daginn og smakkaði svo hrikalega gott Shawarma á veitingastað þar sem mig minnir að heiti Kurdo, en ég er búin að vera með löngun í það síðan ég kom heim úr fríinu. Ég gerði því tilraun hérna heima að mínu eigin Shawarma og ég verð að segja að það tókst ótrúlega vel og þetta verður klárlega reglulega í matinn hjá okkur fjölskyldunni. Ég sauð einnig krydduð hrísgrjón með og gerði ferska jógúrtsósu sem er algjörlega nauðsynleg á móti kryddaða kjúklingnum.

Það tekur ekki langan tíma að skella í þetta og því hvet ég ykkur til að prófa.

Shawarma með kjúklingi og hrísgrjónum

Ég var fyrir norðan um daginn og smakkaði svo hrikalega gott Shawarma á veitingastað þar sem mig minnir að heiti Kurdo, en… Uppskriftir Shawarma, austurlenskur matur, jógúrtsósa, vefjur, hrísgrjón European Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

Kjúklingur

4 stórar tortillavefjur

1 bakki kjúklingalundir
100 ml olía
safi úr 1/2 sítrónu
1 hvítlauksgeiri
2 tsk paprika
2 tsk salt
2 tsk Cumin
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk turmerik
1/4 tsk kanill
1/4 tsk rauðar piparflögur
1 laukur

Krydduð hrísgrjón

1 bolli hrísgrjón
2 bollar vatn
1 tsk paprika
1 tsk kúmen
1/2 grænmetisteningur
1/2 tsk sjávarsalt

Jógúrtsósa

300 g grísk jógúrt
2 msk kúfaðar af majonesi
safi úr 1/2 sítrónu
2 hvítlauksrif
salt og pipar

Grænmeti

gúrkatómatur
rauðlaukur
rauð paprika 
klettasalat

Aðferð

Kjúklingur

Setjið olíu í skál ásamt öllu kryddi og sítrónusafa. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og blandið öllu saman. Skerið laukinn niður og setjið ofan á kjúklinginn. Látið kjúklinginn liggja í kryddinu í rúmlega 30 mínútur.

Á meðan að kjúklingurinn liggur í kryddleginu er gott að sjóða hrísgrjónin.

Steikjið síðan kjúklinginn þar til hann er fulleldaður.

Hrísgrjón

Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni og kryddi. Látið suðu koma upp, hrærið þá aðeins í eitt skipti í hrísgrjónunum og látið sjóða þar til helmingurinn af vatninu er eftir. Slökkvið þá undir pottinum og setjið lokið á, þannig klárast hrísgrjónin að eldast í gufunni og verða einstaklega góð.

Jógúrtsósa

Blandið öllum hráefnum saman og hrærið vel.

Tortillur

Setjið olíu á pönnu og steikjið hverja tortillu fyrir sig á báðum hliðum. Setjið því næst ca 2-3 msk af hrísgrjónum, 3-4 lundir af kjúklingi, skerið það grænmeti sem þið viljið hafa smátt niður og setjið saman við ásamt 2-3 msk af jógúrtsósu. Lokið vefjunni og njótið.

 

 

2 comments

Guðmunda 02.09.2020 - 10:16

Vá hvað þetta var gott. Fjölskyldan borðaði upp til agna og spurt hvenær þetta yrði aftur í matinn! Takk fyrir okkur 🙂

Reply
thelma 10.10.2020 - 17:04

En gaman að heyra, þetta er uppáhaldið hjá syni mínum!

Reply

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað