Kanilís með nóakroppi og pralín súkkulaði með karamellu

by thelma

Mynd eftir Heimi Óskarsson

Þessi ís kom í kökubækling Nóa Siríus sem ég sá um árið 2014. Hann fellur algjörlega í kramið hjá bæði börnum og fullorðnum. Hann er sérstaklega góður með karamellusósu eða bræddu pralín súkkulaði með karamellu. Ekki sakar að hafa þeyttan rjóma með!

Kanilís með nóakroppi og pralín súkkulaði með karamellu

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

6 stk egg
6 msk sykur
150 g dökkur púðursykur
7 dl rjómi, þeyttur
200 g konsum-súkkulaði
fræ úr einni vanillustöng (má sleppa)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
TOPPUR
1 poki nóa kropp
100 g síríus pralín með karamellu, brætt

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

  2. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.

  3. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

  4. Grófsaxið 100 g súkkulaði og blandið saman við ísblönduna. Blandið því næst fræjum úr einni vanillustöng, vanilludropum og kanil saman við.

  5. Þeir sem vilja geta síðan þeytt eggjahvíturnar þar til þær verða stífar og blandað þeim saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota.

  6. Hellið ísblöndunni í hringlaga smelluform, bræðið hin 100 g af súkkulaðinu, hellið yfir ísinn og létthrærið í forminu.

  7. Frystið ísinn í lágmark 5 klst.

  8. Þegar ísinn er tekinn út er gott að láta hann standa aðeins við stofuhita svo auðvelt sé að ná ískökunni úr forminu. Takið beittan hníf og skerið undir botninn á ísnum og færið yfir á kökudisk.

Toppur

  • Skreytið ísinn með Nóa kroppi og bræðið síríus pralín með karamellu ásamt rjómanum og hellið yfir. Ísinn geymist vel í rúma 3 mánuði í frysti.

Notes

ísinn geymist vel í frysti í 3 mánuði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað