Snjóbolta súkkulaðikökur

by thelma

Einstaklega góðar snjóbolta súkkulaðikökur, einfaldar og góðar með kaffinu.

Prenta
fyrir: 30 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

120 g smjör, við stofu hita

200 g púðursykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

160 g hveiti

70 g kakó

1 tsk lyftiduft

¼ tsk sjávarsalt

100 g flórsykur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.

  2. Hrærið smjör og púðursykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

  3. Bætið eggjum saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel. Gott er að skafa innan úr skálinni með sleif og hræra.

  4. Bandið hveiti, kakói, lyftidufti og salti saman í skál og setjið saman við deigið smátt og smátt í einu. Hrærið þar til deigið hefur blandast vel saman.

  5. Myndið jafn stórar kúlur úr deiginu, setjið flórsykur í skál og veltið hverri köku vel upp úr flórsykrinum þannig að hún verður alveg hvít.

  6. Raðið með jöfnu millibili á bökunarplöturnar og bakið í 12 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær af bökunarplötunni. Geymið kökurnar í lokuðu boxi til að þær haldist góðar.


Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað