Spínatsalat

by thelma

Þetta spínatsalat er guðdómlegt! og ég er ekki einu sinni að ýkja. Ég trúi því meira  að segja að í leiðinlegum veislum getur þetta salat bjargað stemningunni! hahahahha. Ég man þegar ég smakkaði það fyrst, það var í saumaklúbbi hjá æskuvinkonum mínum og ein vinkona mín kom með þetta í fallega útskornu brauði. Ég spurði hana ,, hvað er þetta græna mauk þarna í brauðinu” hún svaraði því að þetta væri spínatsalat og mér leist ekkert á það, hvernig gat eitthvað spínatmauk verið svona rosalega gott. En ég lét mig hafa það og smakkaði og ég féll svo algjörlega fyrir því að ég held ég hafi ekki borðað neitt annað þetta kvöld ! Þetta salat er búið að vera í öllum veislum hjá mér síðan þá og uppskriftin er búin að fara víða! Allstaðar sem þetta salat er á boðstólnum spyr fólk um uppskrift, þetta salat kemur svo skemmtilega á óvart og er eiginlega bara ómissandi í allar veislur eða hittinga, þið sláið allavega í gegn ef þið mætið með það á staðinn það er alveg öruggt!
Salatið er fljótlegt og ferskt og það sem mér finnst alveg einstaklega gott við það er rauðlaukurinn og waterchestnuts í því sem gerir það svona crunchy sem er alveg must!

Prenta
fyrir: 10 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

100 g. waterchestnuts
1,5 rauðlaukar
500 g frosið spínat (afþýtt)
1 pk. púrrulaukssúpa
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majones
Smá salt.

Aðferð

  1. Byrjið á því að afþýða spínatið, gott er að taka það út um morgun ef þið t.d. ætlið að gera salatið seinnipartinn.

  2. Skerið water chestnuts smátt niður ásamt rauðlaukinum og blandið saman í skál. Sigtið púrrulaukssúpuna ofan í þannig að grófu laukbitarnir fari ekki með ofan í salatið og blandið vel saman.

  3. Klippið spínatið niður eins smátt og þið getið og blandið saman við, setjið sýrða rjómann saman við ásamt majonesi og blandið vel saman ásamt smá salti. Ef ykkur finnst salatið ekki nógu blautt þá setji þið bara aðeins meiri af sýrðum rjóma saman við. 

    Salatið er mjög gott daginn eftir og jafnvel betra! Hentar vel með baquett brauði skornu niður, alskona kexi og hrökkbrauði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað