Marengs með Oreo og súkkulaði

by thelma

Cookies & cream marengsterta sem er einstaklega góð og öðruvísi.

Marengs með Oreo og súkkulaði

Cookies & cream marengsterta sem er einstaklega góð og öðruvísi. Allar uppskriftir marengs, Oreo, rjómaterta European Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Marengs
3 egg
200 g sykur
½ tsk lyftiduft
50 g Rice Krispies
3 msk instant kaffiduft
Súkkulaðikrem
3 eggjarauður
70 g flórsykur
100 g dökkt súkkulaði
1 msk instant kaffiduft
Toppur
½ lítri rjómi
2 msk flórsykur
1 tsk vanilludropar
1 pk Oreo kexkökur (176 g)
Súkkulaðisíróp

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 150 gráðu hita og setjiðs mjörpappír á bökunarplötu.

  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða að hálfgerðri froðu. Bætið þá sykrinum samanum við 1 msk í senn og hrærið vel á milli. Hrærið þar til marengsinn verður stífur og stendur. Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel.

  3. Blandið því næst instant kaffidufti saman við ásamt Rice Krispies og hrærið með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

  4. Setjið marengsinn á bökunarplötuna og myndið jafnan hring, gott era ð móta hring með t.d. hringlaga kökuformi. Bakið í ca.50 mín. eða þar til maregnsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg og leyfið honum að jafna sig áður en þið takið hann af plötunni.

Súkkulaðikrem

Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Hellið saman við blönduna og hrærið súkkulaðið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Smyrjið súkkulaðikreminu yfir botninn.

Toppur

Þeytið rjóma þar til hann stendur. Blandið saman flórsykri, kaffi og vanilla og hrærið saman með sleif. Hakkið ca. helminginn af Oreo kexkökunum í matvinnsluvél þar til kexkökurnar eru orðnar fínmalaðar, blandið þeim saman við rjómann og hrærið með sleif. Setjið rjómann ofan á botninn. Grófsaxið restina af Oreo kexkökunum og setjið ofan á rjómann ásamt súkkulaðisírópi. Þeir sem vilja ekta súkkulaði geta brætt 100 g af súkkulaði yfir vatnsbaði og slett yfir kökuna. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. Gott er að setja á botninn deginum áður.

 

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað