Grilluð Pizza samloka

by thelma

Þessi grillaða pizza samloka er einstaklega góð og fljótleg, með stökkri skorpu og rucola salati sem steikt er upp úr smjöri, hvað er betra en það? Þetta ættu allir að gera gert!

Grilluð Pizza samloka

Prenta
fyrir: 1 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 sneiðar af grófu brauði (eða því brauði sem þið kjósið)
2 msk pizzasósa
4 stk pepparoni
2 sneiðar af osti/eða rifinn ostur
2 ltilar kúlur af mozzarellaosti
Salt
pipar
2-3 msk smjör
Rucola salat

Aðferð

Setjið pizzasósu á hvora brauðsneið fyrir sig. Setjið ostsneiðar ofaná ásamt pepparoni. Skerið mozzarellakúlurnar niður í sneiðar og raðið ofan á pepparoniið, kryddið með salti og pipar og lokið samlokunni. Hér er auðvitað smekksatriði hvað hver og einn vill hafa mikinn ost, ég segi bara því meira því betra. Setjið smjör á pönnu og hitið yfir meðalháum hita, setjið samlokuna á pönnuna og steikið á hvorri hlið fyrir sig þar til osturinn hefur bráðnað. Gott er að þrýsta örlítið ofan á samlokuna á meðan hún er að eldest. Berið fram með rucola salati.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað