Sætkartöflu rist með avacadó mauki, tómötum og ostakubbi

by thelma

Þessi réttur er einstaklega fljótlegur og frískandi. Tilvalið sem forréttur, léttur réttur í sumar, með grilluðu kjöti eða lax. Avacado maukið er einstaklega ferskt með tómötum og muldum ostakubbi sem gefur einstakt bragð.

Sætkartöflu rist með avacadó mauki, tómötum og ostakubbi

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 meðalstórar sætar kartöflur
Ólífuolía
salt
2-3 avacado
1 hvítlauksrif
1 límóna
¼ rauðlaukur
Ferskir smátómatar
Kóríander
Ostakubbur, Gott í matinn

Aðferð

1. Skerið sætkartöflurnar í sneiðar, ca. 1.5 -2 cm að þykkt.

2. Raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír og setjið ólífuolíu yfir og salt.

3. Bakið við 200 gráðu hita í 10 mínútur. Eftir það stilli þið á grillið á ofninum og bakið í 4 mínútur á hvorri hlið.

4. Á meðan kartöflurnar bakast í ofninum geri þið avacadomauk. Stappið avacado og setjið í skál. Skerið rauðlaukinn smátt niður og blandið saman við. Skerið niður 4-5 smá tómata smátt niður og blandið saman við ásamt safa úr einni límónu og salti.

5. Hægt er að setja Kóríander saman við eða setja hann seinna ofan á.

6. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þurfa þær að kólna örlítið áður en sett er ofan á þær.

7. Setjið avacado mauk á hverja kartöflu fyrir sig, skreið gróflega niður nokkra smátómata og raðið ofan á hverja kartöflu fyrir sig, saxið kóríander og setjið ofan á ásamt muldum ostakubbi.

8. Hægt er að frysta sætkartöflurnar, þá er gott að setja smjörpappír á milli þeirra þegar þær eru settar í frysti. Auðvelt er að hitta þær svo aftur í ofni, setja þær í ristavélina eða airfryer.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað