Þennan rétt má fá sér í morgunmat, sem millimál eða sem eftirrétt. Það er ýmislegt hægt að gera úr grískri jógúrt, t.d. nota sem morgunmat og þá blanda því saman við það sem manni þykir gott, en einnig hentar jógúrtið vel í eftirrétti þar sem það líkist búðingi þegar búið er að blanda það saman við allskonar góðgæti. Ef þið ætlið að nota það sem eftirrétt þá er einstaklega gott að bæta við það dökku súkkulaði, súkkulaðisírópi, karamellu eða öðru sem ykkur langar að hafa með sem gerir réttinn ögn gómsætari sem eftirrétt. Svo er um að gera að prófa sig áfram.


100 g grísk jógurt frá Gott í matinn Setjið grísku jógúrtina í skál ásamt hentusmjöri og hrærið vel. Bætið kakói saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið niður jarðaber og setjið í botninn á glasi, setjið jógúrt ofan á, banana og svo restina af jógurtinu ásamt bönunum og jarðaberjum. Best er að njóta sem fyrst svo bananinn verði ekki brúnn.
Innihald
1 msk (30 g) hnetusmjör
1,5 msk kakó
2-3 stk jarðaber
½ bananiAðferð