
Fljótlegur kjúklingaréttur sem rífur aðeins í. Blómkálið er einstaklega gott svona stökkt með kjúklingum og bræddum ostinu. Kotasælan og rjómaosturinn gera einstaka áferð. Einnig góður réttur fyrir saumaklúbbinn.
3-4 kjúklingabringur 1. Eldið kjúklingabringurnar, annað hvort með því að steikja þær á pönnu eða grilla þær á grilli. Kryddið þær með hvítlaukssalti. Skerið þær svo niður í munnbita stærð.
Innihald
400 g kotasæla
200 g rjómaostur
60 ml Frank´s Red hot buffaló sósa
200 g Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
2 tsk hvítlaukssalt
½ - 1 haus af blómkáliAðferð
2. Setjið kotasælu, rjómaost og 100 g af Mexíkó ostablöndunni saman í skál ásamt buffalósósunni og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
3. Setjið kjúklinginn saman við, hrærið öllu saman og setjið í eldfast mót.
4. Skerið blómkál gróflega niður og raðið því þétt ofan á kjúklingablönduna.
5. Setjið restina af Mexíkó ostinum yfir blómkálið og hitið inni í ofni við 180 gráður þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
6. Berið fram með niðurskornum vorlauk.
7. Einnig gott að bera fram með t.d. Nachos snakkflögum.