Buffaló kjúklingur með blómkáli og bræddum osti

by thelma

Fljótlegur kjúklingaréttur sem rífur aðeins í. Blómkálið er einstaklega gott svona stökkt með kjúklingum og bræddum ostinu.  Kotasælan og rjómaosturinn gera einstaka áferð. Einnig góður réttur fyrir saumaklúbbinn.

Buffaló kjúklingur með blómkáli og bræddum osti

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

3-4 kjúklingabringur
400 g kotasæla
200 g rjómaostur
60 ml Frank´s Red hot buffaló sósa
200 g Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
2 tsk hvítlaukssalt
½ - 1 haus af blómkáli

Aðferð

1. Eldið kjúklingabringurnar, annað hvort með því að steikja þær á pönnu eða grilla þær á grilli. Kryddið þær með hvítlaukssalti. Skerið þær svo niður í munnbita stærð.
2. Setjið kotasælu, rjómaost og 100 g af Mexíkó ostablöndunni saman í skál ásamt buffalósósunni og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
3. Setjið kjúklinginn saman við, hrærið öllu saman og setjið í eldfast mót.
4. Skerið blómkál gróflega niður og raðið því þétt ofan á kjúklingablönduna.
5. Setjið restina af Mexíkó ostinum yfir blómkálið og hitið inni í ofni við 180 gráður þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
6. Berið fram með niðurskornum vorlauk.
7. Einnig gott að bera fram með t.d. Nachos snakkflögum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað