


Taco er alltaf góð hugmynd. Fljótlegt og einstaklega gott, hver og einn getur valið hvað hann setur á sína taco og því allir sáttir. Sterka bragðið af buffalósósunni mildast með fersku avacado og heimatilbúinni ranch sósu úr grískri jógúrt.
8 stk street taco tortillur Setjið kjúklinginn í skál ásamt buffalósósunni, salti og pipar og látið helst marinerast í 30 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er að marinerast er gott að búa til sósuna. Setjið gríska jógúrt í skál ásamt súrmjólkinni. Setjið allt krydd saman við og skreið graslaukinn smátt niður og setjið hann saman við. Bætið safa úr hálfri sítrónu saman við og blandið öllu saman. Það má einnig setja allt í matvinnsluvél og blanda öllu saman. Smakkið sósuna til og kryddið meira eftir smekk. Setjið sósuna í kæli þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Steikið kjúklinginn á pönnu, þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúinn taki þið kjúklinginn af pönnunni, skerið niður í litla bita og steikið aftur á pönnunni þar til full eldaður. Þeir sem vilja hafa kjúklinginn aðeins stökkan elda hann aðeins meira. Setjið smá ólífu olíu á aðra pönnu og steikið tortillurnar léttilega. Skerið fersk rauðkál niður ásamt avacado og setjið á tortillurnar ásamt kjúklingi. Setjið heimatilbúnu sósuna ofan á ásamt kóríander. Gott að kreista límónusafa yfir hverja taco. Berið fram með t.d. nachos flögum.
Innihald
4 stk úrbeinuð kjúklingalæri eða 2 bringur
120 ml buffalósósa
½ tsk salt og pipar
1 avacado
Ferskt rauðkál
Kóríander
1-2 límónur
Ranch sósa úr grískri jógúrt
200 g grísk jógúrt
2 msk súrmjólk
Safi úr ½ sítrónu
1 tsk hvítlaukskrydd
½ tsk steinselja krydd eða fersk
½ tsk dill krydd eða ferskt
1 graslaukur ferskur
Salt og piparAðferð