
Skyrkökur eru einstaklega góðar og ferskar og auðvelt er að gera þær. Þær þarf ekki að baka heldur, hversu frábært er það? Lofa ykkur því að þessi slær í gegn í öllum veislum og saumaklúbbum.
BOTN Botn Setjið saltkringlur og púðursykur í matvinnsluvél og hakkið þar til fínmalað. Bræðið smjörið og blandið því saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi, um 22 cm að stærð. Setjið blönduna í formið og þrýstið vel niður í botninn, gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta blöndunni niður og slétta úr henni. Geymið í kæli á meðan þið undirbúið rest. Ostakaka Setjið matarlímsblöðin í skál með köldu vatni og látið þau liggja í bleyti í rúmar 5 mín. Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið í pott ásamt mjólkinni. Hitið yfir lágum hita og hrærið þar til matarlímið er búið að leysast alveg upp. Hellið matarlímsblöndunni saman við skyrblönduna og hrærið vel. Hellið skyrblöndunni yfir botninn, setjið plastfilmu yfir kökuformið og kælið í 8 klst. Takið kökuna út úr kælinum, gott er að nota heitan hníf til þess að skera meðfram köntum formsins til þess að losa kökuna. Smellið forminu af og setjið kökuna á disk. Toppur Þeytið rjóma þar til hann stendur, blandið kakói saman við og hrærið saman með sleif. Sprautið rjómanum fallega á ystu brúnir kökunnar (t.d. með stút nr. 1M) eða setjið hann yfir alla kökuna. Skerið niður Snicers í litla bita og setjið á kökuna ásamt súkkulaðisírópi og hnetusmjöri. Gott er að setja hnetusmjörið í sprautupoka og sprauta því á kökuna. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.
Innihald
200 g saltkringlur/stangir
2 msk púðursykur
150 g smjör
SKYRKAKA
500 g hreint KEA skyr
2 msk flórsykur (meira fyrir þá sem vilja sætari köku)
1⁄2 l rjómi
6 stk matarlímsplötur
1⁄2 dl mjólk
TOPPUR
1⁄2 l rjómi
1 msk kakó
3 stk Snickers (3-4 stk.)
1 msk hnetusmjör
súkkulaðisírópAðferð