Einhyrninga afmæli

by thelma

Þegar Hildur Emelía varð 7 ára vildi hún fá einhyrningarköku með gylltu horni og með löng augnhár. Mamman varð að sjálfsögðu við því en gleymdi þó að setja eyru á greyið kökuna! Kakan var þó bara fín þótt eyrnalaus væri og Hildur fattaði það nú ekki fyrr en við fórum að skoða myndir seinna um kvöldið.

Eins og alltaf þá prentum við út allskonar skraut í þema afmælisins. Það er ódýr og auðveld leið til að fá allt í stíl við það sem mann langar til að gera. Það er líka algjör gæðastund sem maður nýtur með barninu að klippa og líma þetta allt út og um að gera að leyfa krökkunum að stjórna þessu svolítið.

Ég ætla að deila með ykkur uppskriftina af kökunni og hvernig við gerðum hana ásamt dýrindis Oreo kleinuhringjum sem slógu heldur betur í gegn. Þeir eru mjög auðveldir að gera en það sem þú þarft að eiga er kleinuhringjaform.

Diskana, glösin, rörin og servétturnar keyptum við allt í Ikea á frábæru verði. Ikea er alltaf að bæta einhverju við í afmælisdeildina sína sem er algjör snilld. Rörin eru úr harðplasti svo það er hægt að setja þau í uppþvottavélina og nota aftur.

Við prentuðum svo út einhyrningarskraut til þess að skreyta með og er hægt að nálgast það hér

Ég notaði gömlu góðu uppskriftina af amerísku skúffukökunni hennar mömmu í þessa köku. Það dugir ein uppskrift sem ég skipti niður í 3 hringlaga form um 17 cm að stærð. Hérna er hægt að nálgast uppskriftina

Á milli botnanna vildi Hildur fá Oreo krem

225 g smjör við stofuhita

500 g flórsykur

2-3 tsk vanilludropar

8-10 Oreo kexkökur

Aðferð

Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli. Blandið vanilludropunum saman við og hrærið. Hakkið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar fínmalaðar og blandið þeim saman við kremið. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt er hægt að bæta við það smá mjólk.

Við skreyttum kökuna svo með vanillusmjörkremi, uppskriftina má finna hér. Ég gerði tvöfalda uppskrift til þess að skreyta kökuna.

Ég setti hvítt krem að utan en blandaði svo restinni af kreminu með þessum litum hér og setti alla litina saman í sprautupoka með stút 1M og gerði faxið á hestinn. Við forum svo bara í næstu ísbúð og keyptum brauðform og máluðum með gylltum lit. Við gleymdum eyrunum en við gerðum þau þó úr sykurmassa. Einnig eru augun og augnhárin skorin út úr sykurmassa.

Hérna geti þið svo nálgast uppskriftina af Oreo kleinuhringjunum

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað