Piparköku Latte

by thelma

Einfalt og fljótlegt piparköku Latte sem sló í gegn hér á bæ. Gaman að bjóða upp á eitthvað aðeins öðruvísi en venjulegt kaffi. Frábært eftirréttur eftir gott matarboð.

Piparköku Latte

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

180 ml vatn 
4 msk instant kaffi
100 g hvítt súkkulaði
1/2 lítri mjólk
1 tsk Kanill
1 tsk engifer
1/4 tsk múskat
2 msk Síróp 
1/2 tsk vanilludropar

Toppur
1/2 líter rjómi
kanill

Aðferð

  1. Setjið vatn í pott og sjóðið ásamt instant kaffi.
  2. Bætið hvítu súkkulaði saman við ásamt mjólk og hrærið af og til þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna.
  3. Bætið kryddum saman við ásamt vanilludropum og sírópi.
  4. Hellið í glös eða bolla, þeytið rjóma og setjið örlítinn kanil ofan á rjómann.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað