1 ½ dl rjómi frá Gott í matinn 80 g sykur 130 g mascarpone ostur við stofuhita 6-8 stk. kökufingur (Lady fingers) 1 ½ dl sterkt kaffi, espresso eða 1 ½ dl soðið vatn og 1 msk. skyndikaffi 3 msk. kakó, eða eins og þið viljið 1 msk. Kalhua eða t.d. Amaretto, þessu má sleppa! Hrærið sykur og rjóma saman þar til róminn fer alveg að vera þeyttur til fulls. Setjið marscapone ostinn saman við og hrærið þar til blandan verður stífþeytt. Ef þið ætlið að nota kalhua þá blandið þið því saman við hér. Setjið 1 msk. af rjómablöndunni í hvert glas fyrir sig. Setjið kaffi í skál og dýfið kökufingrunum ofan í og setjið í glösin. Sigtið kakó yfir og endurtakið þar til glösin eru orðin full. Sigtið vel af kakói yfir toppinn og geymið í kæli þar til borið er fram.Innihald
Aðferð