Street Taco á 15 mínútum

by thelma

Halló, kvöldmatur á 15 mínútum, toppið það! Ég verð að viðurkenna að þetta er með því betra sem ég hef smakkað. Taco með risarækjum og taco hrásalati, ekkert að skera niður bara henda í skál og blanda sósunni saman við, steikja rækjurnar og hita tortillurnar! Snilld í saumaklúbbinn eða partýið.

Street Taco á 15 mínútum

Prenta
fyrir: 3-4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 3.7/5
( 6 voted )

Innihald

Rækjur450 g risa rækjur (ég kaupi þessar í bónus, óeldaðar og frosnar)
1 1/2 tsk taco krydd
1 tsk hvítlaukssalt
1/2 tsk Cayenne pipar

10 mini tortillur

Jógúrtsósa170 g hrein jógúrt3 msk majónes
safi úr einni límónu
1 tsk taco krydd
1/2 tsk salt
1/4 tsk cayenne pipar
1/2 tsk svartur pipar

salatblanda1 poki af salatblöndu (þessari með gulrótunum, rauðkálinu og öllu því)

kóríander

Aðferð

  1. Byrjið á því að setja rækjurnar í skál og krydda þær. Gott er að láta þær liggja í kryddinu á meðan að þið undirbúið salatið.
  2. Blandið öllum þeim hráefnum saman sem eiga að fara í jógúrtsósuna og hrærið vel.
  3. Setjið salatblönduna í skál og hellið jógúrtsósunni yfir og hrærið þar til salatið er vel þakið í sósunni. 
  4. Setjið 2 msk af olíu á pönnu og hitið, steikið rækjurnar í rúmar 4-5 mínútur eða þar til rækjurnar eru orðnar bleikar að lit. Passið ykkur að steikja þær ekki of mikið því þá verða þær seigar.
  5. Saxið niður kóríander.
  6. Hitið tortillakökurnar í ofni eða á pönnu, setjið salatblöndu í hverja törtillu fyrir sig , setið 3-4 rækjur ofan á hverja, ásamt kóríander fyrir þá sem vilja
  7. Gott er að bæta við avacado eða rauðlauk eða því sem ykkur langar til.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað