Kjúklingur í grænu pestó með ostakubb og ólífum

by thelma

Kjúklingur í grænu pestó með ostakubb og ólífum

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

1 msk ólífu olía
15 g smjör
8- 10 stk úrbeinuð kjúklingalæri
1 tsk ítölsk hvítlauksblanda krydd
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
70 g grænt pestó
2 dl matreiðslurjómi
3 hvítlauksrif
200 g ostakubbur
50 g svartar ólífur
Fersk basilíka

Aðferð

  1. Setjið smjör og olíu á pönnu og hitið, Kryddið kjúklingalærin með ítalskri hvítlauksblöndu, salti og pipar og steikið á pönnunni í 4 mínútur. Gott er að steikja kjúklinginn við háan hita, ca. 2 mínútur á hvorri hlið fyrir sig, eða þar til hann hefur brúnast örlítið.
  2. Setjið pestó, rjóma og hvítlauk saman í skál og blandið vel saman. Setjið salt og pipar saman við og hrærið.
  3. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið restinni af smjörinu og olíunni yfir kjúklinginn. Skerið niður fetakubb í ca 1 cm bita og setjið yfir kjúklinginn ásamt ólífum. Hellið rjómalöguðu pestóblöndunni yfir kjúklinginn og eldið inn í ofn við 180 gráðu hita í 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  4. Saxið niður ferska basilíku og setjið yfir kjúklinginn. Berið fram með fersku salati, pasta, sætum kartöflum eða því sem hugurinn girnist.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað