Veisluostur með reiktum lax

by thelma

Einstaklega einfaldur réttur til að bjóða upp á í jólaboðunum í desember. Reykti laxinn gerir rjómaostinn hátíðlegan með stökkum pekanhnetum. Gott að gera daginn áður, en með því að láta ostinn geymst í kæli yfir nótt kemur einstakt bragð af laxinum. Berið fram með kexi eða brauði.

Veisluostur með reyktum lax

Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

500 g rjómaostur
350 g reyktur lax
1 rauðlaukur
2 tsk sítrónupipar
½ tsk sjávarsalt
100 g pekanhnetur
3 msk fersk steinselja eða dill.

Aðferð

 

  1. Setjið rjómaost í skál ásamt reyktum laxi. Gott er að skera laxinn gróflega niður.
  2. Skerið laukinn niður og blandið saman ásamt sítrónupipar og salti.
  3. Maukið rjómaostinn með töfrasprota þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Osturinn gæti verið frekar mjúkur, ef ykkur finnst hann of mjúkur er gott að setja hann inn í kæli í 30 mínútur.
  5. Hakkið hneturnar niður, grófsaxið ferska kryddjurt og blandið saman.
  6. Myndið kúlu úr ostinum og veltið henni upp úr pekanhnetunum.
  7. Geymið í kæli þar til osturinn er borinn fram.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað