Einföld og fljótleg uppskrift af eftirrétti, tilvalinn fyrir páskana.
½ lítri rjómi 500 g Ísey vanilluskyr 2 msk kakó ½ tsk vanilludropar Súkkulaði egg, lítil Ristaður kókos Þeytið rjómann þar til hann nánast stendur, passið ykkur að þeyta hann ekki of mikið. Skiptið þeytta rjómanum til helminga. Blandið kakói saman við helminginn af rjómanum, gott er að sigta kakóið saman við og hræra vel saman ásamt vanilludropum. Setjið súkkulaðirjómann í lítil glös, gott er að nota sprautupoka svo það komi fallega út. Sprautið því næst vanilluskyrinu ofan á súkkulaðirjómann. Því næst setjið þið restina af þeytta rjómanum ofan í hvert glas ásamt grófsöxuðum súkkulaðieggjum, ristuðum kókos og súkkulaðisírópi. Geymist í kæli þar til borið er fram.Innihald
Aðferð