Kjúklingur með cashew hnetum

by thelma

Einstaklega góður kjúklingaréttur sem tekur innan við 30 mínútur að matreiða. Hann er aðeins sterkur og gæti verið of sterkur fyrir börnin, þá er í lagi að sleppa rauða piparnum.

Kjúklingur með cashew hnetum

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.5/5
( 2 voted )

Innihald

3-4 kjúklingabringur
2 msk maísenamjöl
2 msk olía
1/2 hvítlaukur
120 ml sojasósa
50 ml rice wine vinegar
2 msk tómatpúrra
3 msk hunang
1 cm af fersku engifer, rifið niður
1/ 2 svartur pipar
1/2 rauður pipar
1 haus af brokkolí
1 græn paprika
100 g cashew hnetur

Hrísgrjón

2 bolla hrísgjrón
4 bollar vatn
1/2 tsk salt

Aðferð

  1. Gott er að byrja á því að setja yfir hrísgrjónin. Setjið hrísgrjón, vatn og salt saman í pott yfir meðalháum hita. Látið vatnið sjóða. Þá hræri þið örstutt í hrísgrjónunum. Þegar rúmlega helmingurinn af vatninu er eftir setji þið lokið á pottinn og slökkvið undir hrísgrjónunum. Þannig sjóðast þau í gufunni og verða einstaklega góð.
  2. Gott er að byrja á því að setja yfir hrísgrjónin. Setjið hrísgrjón, vatn og salt saman í pott yfir meðalháum hita. Látið vatnið sjóða. Þá hræri þið örstutt í hrísgrjónunum. Þegar rúmlega helmingurinn af vatninu er eftir setji þið lokið á pottinn og slökkvið undir hrísgrjónunum. Þannig sjóðast þau í gufunni og verða einstaklega góð.
  3. Skerið kjúklinginn í litla bita og veltið þeim upp úr maísenamjölinu.
  4. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn.
  5. Saxið hvítlauk og steikið ásamt kjúklingnum.
  6. Skerið papriku og brokkolí niður og steikið á pönnunni ásamt cashew hnetum.
  7. Blandið sojasósu, rice wine ediki, hunangi og tómatpúrru saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  8. Bætið engiferi saman við ásamt svörtum og rauðum pipar.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað