





Hrikalega góðar tyrknenskar pide sem gaman er að bera fram og breyta til frá föstudagspizzunni. Hægt er að fylla þær af öllu því sem hugurinn girnist, Tyrkir setja oft hakk með spældu eggi, en allt er leyfilegt. Skemmtilegt að bera fram í saumaklúbb sem smárétt með því að skera í sneiðar.

Innihald
Pide
200 ml volgt vatn
10 g ger
½ tsk salt
1 msk ólífuolía
230 g hveiti
Pide með sólþurrkuðum tómötum og grillosti
2-3 msk Rautt pesto
4 msk Sólþurrkaðir tómatar
150 g Grillostur frá Gott í matinn
Ólífuolía
Salt
Pide með grænu pestói, tómötum og mozzarella með basilíku
3 msk grænt pestó
10 stk litlir tómatar
½ rauðlaukur
1 dós af mozzarellakúlum með basilíku
Aðferð
Pide
Aðferð
- Hrærið saman vatn, sykur og ger í skál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
- Setjið ólífuolíu, salt og hveiti saman við, gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við.
- Hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur þar til deigið hefur sleppt skálinni.
- Setjið deigið í skál, gott er að smyrji skálina að innan með olíu. Setjið plastfilmu yfir eða rakt viskastykki og látið deigið lyfta sér í klukkustund.
- Takið deigið úr skálinni og hnoðið, skiptið deiginu niður í 2-3 hluta og rúllið deigið út þannig það verði ílangt.
- Setjið álegg og bakið við 200 gráðu hita í 12-15 mínútur.
Pide með sólþurrkuðum tómötum og grillosti
Smyrjið pestóinu á botninn og dreifið sólþurrkuðum tómötum jafnt yfir. Skerið grillostinn smátt niður og dreifið honum yfir allt. Snúið upp á endana á deiginu og brjótið kantana inn, þetta kemur í veg fyrir að osturinn og annað leki út við eldun. Bakið við 200 gráður í 12-15 mínútur eða þar til deigið er orðið ljós gyllt og osturinn bráðnaður. Gott er setja góða ólífuolíu yfir, smá salt og klettasalat.
Pide með grænu pestói, tómötum og mozzarella með basilíku
Smyrjið deigið með pestói, skerið tómata niður í sneiðar ásamt rauðlauk og setjið ofan á pestóið. Dreyfið mozzarellakúlum með basilíku jafnt yfir. Snúið upp á endana á deiginu og brjótið kantana inn, þetta kemur í veg fyrir að osturinn og annað leki út við eldun. Bakið við 200 gráður í 12-15 mínútur eða þar til deigið er orðið ljós gyllt og osturinn bráðnaður. Gott er setja góða ólífuolíu yfir, smá salt og klettasalat.