Bananabrauð á tvo vegu

by thelma

Hvað er betra en að skella í gott bananabrauð ? og þá sérstaklega þegar brúnu bananarnir eru farnir að stara á mann illa lyktandi. Börnin mín vita ekkert betra en að fá heitt bananabrauð með smjöri. Ég hef alltaf gert sömu uppskriftina en prófaði hér að breyta aðeins til, setti minni sykur og tröllahafra sem kom ótrúlega vel út. Í rauninni er svo hægt að setja hvað sem er við grunnuppskriftina, t.d. rúsínur, allskonar hnetur, fræ eða súkkulaði. Hérna gerði ég tvöfalda uppskrift.

Bananabrauð á tvo vegu

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

100 g hafrar, ég notaði grófa
170 g hveiti
50 g púðursykur
½ tsk salt
1 tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft
1 tsk kanill
3 bananar, vel þroskaðir
2 egg
1 tsk vanilludropar
50 ml olía

Ég setti 100 g af valhnetum í annað og 100 g dökkt súkkulaði í hitt. 

 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír ofaní ílangt bökunarmót/brauðform.

  2. Blandið saman, höfrum, hveiti, sykri, salti, matarsóda, lyftidufti og kanil og hrærið saman.

  3. Setjið eggin saman við ásamt bönunum, vanilludropum og olíu. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

  4. Blandið saman hnetum, súkkulaði, hvoru tveggja eða því sem ykkur langar til.

  5. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í 50 mínútur í miðjum ofni, eða þar til tannstöngull kemur upp hreinnt úr miðju brauðinu.

  6. Gott era ð leyfa brauðinu að kólna örlítið áður en þið skerið það niður í sneiðar.

    Einnig gott að frysta, geymist vel í  fyrsti í allt að 3 mánuði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað