Pestó kjúklingur

by thelma

Einstaklega einfaldur og góður réttur ! Gott að bera fram með sætum kartöflum, hrísgjórnum og fersku salati.

Pestó kjúklingur

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

1 Pakki úrbeinuð kjúklingalæri 
1 dós rautt pestó
1/2 lítri rjómi
2 tengingur af kjúklingakrafti
salt og pipar

Aðferð

Gott er að setja kjúklinginn í fat og láta hann liggja í nokkra stund í pestóinu, en það er þó ekki nauðsynlegt.

  1. Hrærið pestóinu vel saman við kjúklinginn.
  2. Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann er orðinn fulleldaður. Gott er að steikja hann yfir meðalháum hita og láta kjúklinginn malla svolítið. 
  3. Hellið rjómanum saman við ásamt kraftinum og salti og pipar. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og sósan hefur þykknað.
  4. Kryddið með salti og pipar eftir smekk, þeir sem vilja hafa sósuna aðeins sterkari er gott að setja smá chilliflögur saman við.

Gott er að bera þennan rétt fram með sætum kartöflum, fersku salati og hrísgjrónum. Okkur finnst einnig rosalega gott og eiginlega nauðsynlegt að hafa kalda piparsósu með til hliðar. 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað