Púðursykursmarengs með karamellu

by thelma

Þetta er þessi klassíski púðursykurmarengs sem virðist alltaf slá í gegn þrátt fyrir einfaldleika, best að hafa nóg af rjóma og karamellu og þá eru allir sáttir. Gott er að setja á botnana daginn áður, en þar sem púðursykursmarengsbotnar eru svo léttir í sér er allt í góðu að gera það að morgni til þann daginn sem hún er borin fram.

Púðursykursmarengs með karamellu

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Marengs
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
KARAMELLA
200 g púðursykur
1 dl rjómi frá Gott í matinn
60 g smjör
1/2 tsk Sjávarsalt
1 tsk vanilla
1/2 lítri rjómi á milli botna

Aðferð

  1. Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn þangað til blandan er orðin stíf og þétt.

  2. Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur, skiptið marengsinum til helminga á hvora plötu fyrir sig og myndið jafnstóra hringi.

  3. Gott er að strika eftir t.d hringlaga bökunarformi svo að botnarnir verði báðir jafn stórir.

  4. Bakið við 150 gráðu hita í rúmlega 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu.

  5. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.

Púðursykurskaramella

  1. Setjið smjör í pott og bræðið.

  2. Bætið púðursykri saman við ásamt rjómanum, salti og vanilludropum og hrærið þar til sykurinn hefur náð að bráðna alveg.

  3. Leyfið karamellunni að sjóða og hrærið stanslaust í rúmar 3 mínútur, eða þar til karamellan hefur náð að þykkna.

  4. Ef ykkur finnst karamellan of þykk er gott að bæta örlitlu magni af rjóma saman við.

  5. Setjið pottinn til hliðar og leyfið karamellunni að kólna.

  6. Karamellan er einstaklega góð með allskyns kökum, marengs, súkkulaðiköku, ofan á smákökur og sandköku til dæmis.

Setjið annan botninn á kökudisk, þeytið rjóma og setjið ofaná, setjið því næst hinn botninn ofaná rjóman og svo karamellu yfir alla kökuna.  

Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað