Skyr frappó með karamellusósu

by thelma

Ef þig langar að gera vel við þig og þína mæli ég með þessum frappó! Einnig snilld sem eftirréttur þar sem þetta uppfyllir allt sem þarf, kaffi og eftirréttur í einu glasi. Þessi uppskrift dugar fyrir tvo til fjóra, en það fer eftir stærð glasanna.

Skyr frappó með karamellusósu

Prenta
fyrir: 2-4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

200 g skyr með vanillu

200 g vanilluís

1/2 dl sterkt kaffi

1 tsk kanill

Toppur

1/4 l rjómi
Karamellusósa
Súkkulaðispænir

Aðferð

Öllu blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið í glas, þeytið rjóma og setjið ofan á ásamt karamellusósu og súkkulaðispónum. 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað