Þessa kökur er mjög gaman að bera fram þar sem hún er svo falleg fyrir augað og bragðgóð. Gott er að gera ráð fyrir að kæla kökuna yfir nótt.
BOTN Botn Setjið kex í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er fínmalað. Bræðið smjör og blandið saman við og látið matvinnsluvélina vinna. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi um 20-22 cm að stærð. Setjið kexblönduna í formið og þrýstið vel niður í botninn, gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu niður og upp á hliðar formsins. Geymið botninn í kæli á meðan þið undirbúið rest. Skyrkaka Setjið matarlímsblöð í skál með köldu vatni og látið liggja í bleyti í rúmar 5 mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða á lágum hita og látið kólna örlítið áður en þið blandið því saman við skyrið. Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri. Blandið hvíta súkkulaðinu saman við og hrærið vel. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið í pott ásamt mjólkinni. Hitið yfir lágum hita og hrærið þar til matarlímið er búið að leysast alveg upp. Hellið matarlímsblöndunni saman við skyrblönduna og hrærið vel. Setjið hindberin saman við og hrærið létt. Hellið skyrblöndunni yfir botninn, setjið plastfilmu yfir kökuformið og kælið í 8 klst. eða yfir nótt. Þegar þið takið skyrkökuna úr forminu er gott að nota beittan hníf og skera meðfram köntum formsins áður en þið losið formið utan af. Setjið kökuna á fallegan disk og skreytið. Toppur Þeytið rjóma og setjið yfir kökuna ásamt ferskum hindberjum. Hér er notast við sprautustút 1M til að mynda rósir úr rjómanum. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram og sigtið þá mögulega smá flórsykur yfir ef þið viljið.Innihald
1 pakki kanilkex
120 g smjör
KAKAN
500 g KEA vanilluskyr
1⁄2 l rjómi
3 msk flórsykur
100 g hvítt súkkulaði
6 stk matarlímsblöð
1⁄2 dl mjólk
200 g hindber, frosin eða fersk
TOPPUR
1⁄4 l rjómi
fersk hindberAðferð