Ég ætla að deila með ykkur alveg hrikalega góðu avocado kjúklingasalti sem tekur enga stund að hræra saman. Salatið er einstaklega gott ofan á hrökkbrauð eða hverskyns kex og sem álegg á samloku. Snilld til að taka með sér sem nesti í vinnuna, í saumaklúbbinn eða í brunsið með fjölskyldunni um helgar.
300 g af tilbúnum kjúkling eða strimlum (ég notaði með fahitas kryddi) 1/3 rauðlaukur 4 msk. grísk jógurt frá Gott í matinn 1 avocado vel þroskað 2 msk. safi úr límónu Salt Pipar Chilli Skerið kjúkling niður í litla bita eða eins og þið viljið, fer eftir því hversu gróft þið viljið að salatið sé. Skerið rauðlauk smátt niður og blandið saman við kjúklinginn ásamt grískri jógúrt og safa úr límónu. Hrærið þar til allt hefur blandast saman. Skerið avocado í tvennt og skafið innan úr því, stappið avocadoið vel og blandið saman við salatið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Kryddið eftir smekk. Gott er að smakka salatið til svo það sé ekki of kryddað eða of sterkt.Innihald
Aðferð