Einstaklega mjúk og góð súkkulaði ostakaka sem þarf ekki að baka.
Botn Ostakaka Toppur Hakkið Oreokexkökur í matvinnsluvél, bræðið smjör og blandið saman við. Setjið smjörpappír í hringlaga bökunarform, 22 cm að stærð og þrýstið Oreokexblöndunni ofan í botninn á forminu, gott er að nota botinn af t.d. glasi. Setjið formið inn í frysti á meðan að þið undirbúið ostakökuna. Þeytið rjómaostinn í hrærivél þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur. Bætið flórsykri og sýrðum rjóma saman við og hrærið vel. Bræðið súkkulaðið í potti undir lágum hita þar til það hefur bráðnað. Blandið súkkulaðinu saman við ostablönduna og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið ostablöndunni og rjómanum saman við og hrærið með sleif. Grófsaxið mini eggin og blandið saman við ostablönduna. Hellið ostablöndunni ofan í bökunarformið og kælið í það minnsta 4 klst. Skreytið með þeyttum rjóma og mini eggjum. Skerið í sneiðar og berið fram. Gott með ískaldri mjólk og meiri rjóma.Innihald
70 g smjör
24 stk Oreo kexkökur
2.5 dl rjómi
1 msk flórsykur
550 g rjómaostur
100 g flórsykur
70 g sýrður rjómi
300 g dökkt súkkulaði
3 pokar af mini eggjum (80 g pokar)
Þeyttur rjómi
Mini eggAðferð
Botn
Ostakaka