Einfaldur og fljótlegur réttur sem er tilvalin kvöldmáltíð þegar lítill tími gefst til þess að elda t.d. á miðvikudegi, mexíkóskur miðvikudagur! Rétturinn er mildur, en fyrir þá sem vilja láta rífa aðeins í bragðlaukana geta bætt við fersku chilli eða meiri chillikryddi saman við hrísgrjónin og kjúklinginn. Þeir sem vilja gera extra vel við sig geta borið réttinn fram með sýrðum rjóma. Þeir sem vilja flýta fyrir geta soðið hrísgrjónin daginn áður, eða gert allan réttinn deginum áður og hitað.
2 bolla hrísgrjón Innihald
1 tsk chilli
1 tsk parika
1 tsk cumin
1 stk kjúklingakraftur
500 g eldaður kjúklingur (eða 3 bringur eldaðar og rifnar niður)
400 g refried baunir í dós
250 g Mexikós ostablanda frá Gott í matinn
400 g taco sósa
200 g rjómaostur með graslauk og lauk
150 g gular baunir
1 tsk salt
½ tsk svartur pipar
Nachos snakk með ostabragði
Ferskur kórianderAðferð