Heitur mexíkóskur réttur með kjúkling og hrísgrjónum

by thelma

Einfaldur og fljótlegur réttur sem er tilvalin kvöldmáltíð þegar lítill tími gefst til þess að elda t.d. á miðvikudegi, mexíkóskur miðvikudagur! Rétturinn er mildur, en fyrir þá sem vilja láta rífa aðeins í bragðlaukana geta bætt við fersku chilli eða meiri chillikryddi saman við hrísgrjónin og kjúklinginn. Þeir sem vilja gera extra vel við sig geta borið réttinn fram með sýrðum rjóma. Þeir sem vilja flýta fyrir geta soðið hrísgrjónin daginn áður, eða gert allan réttinn deginum áður og hitað.

Heitur mexíkóskur réttur með kjúkling og hrísgrjónum

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

2 bolla hrísgrjón
1 tsk chilli
1 tsk parika
1 tsk cumin
1 stk kjúklingakraftur
500 g eldaður kjúklingur (eða 3 bringur eldaðar og rifnar niður)
400 g refried baunir í dós
250 g Mexikós ostablanda frá Gott í matinn
400 g taco sósa
200 g rjómaostur með graslauk og lauk
150 g gular baunir
1 tsk salt
½ tsk svartur pipar
Nachos snakk með ostabragði
Ferskur kóriander

Aðferð

 

  1. Setjið 2 bolla af hrísgrjónum í pott ásamt 4 bollum af vatni. Kryddið með chilli, papriku, cumin og kjúklingakrafti. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.
  2. Látið suðuna koma upp á hrísgrjónunum, þegar helmingurinn af vatninu er eftir á hrísgrjónunum setjið þá lokið yfir og slökkvið undir pottinum og látið þau eldast í gufunni.
  3. Skerið kjúklinginn smátt niður og setjið í skál á samt baununum, helmingnum af ostablöndunni, taco sósu, rjómaosti og gulum baunum og hrærið.
  4. Bætið hrísgrjónunum saman við ásamt salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Setjið blönduna í eldfast mót og inn í ofn við 180 gráðu hita í 20 mínútur. Takið réttinn út, setjið restina af ostinum og mulið nachos yfir réttinn. Bakið í aðrar 10 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
  6. Skerið niður ferskan kóríander og dreifið yfir réttinn og berið fram heitan.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað