kókos bollakökur

by thelma

Kókos bollakökur

Prenta
fyrir: 12 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

180 g sykur
60 g smjör við stofuhita
1 egg
2 tsk vanilludropar
160 g hveiti
1 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1 ½ dl mjólk
40 g kókos

Súkkulaðikrem

250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
45 g dökkt kakó
50 ml rjómi
¼ tsk salt
2 tsk vanilludropar

Toppur

Súkkulaðisíróp
kókos

 

Aðferð

 

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarmót og setjið á bökunarplötu.
  2. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  3. Bætið eggi saman við og hrærið saman við.
  4. Blandið hveiti, kókos, lyftidufti og salti saman í skál og blandið því saman við deigið smávegis í einu ásamt mjólkinni.
  5. Setjið vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið þó að hræra ekki of mikið svo kökurnar verði ekki of seigar.
  6. Setjið deigið í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  7. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á.

Súkkulaðikrem

  1. Hrærið smjörið þar til það er orðið ljót og létt.
  2. Bætið flórsykri saman við smátt og smátt í einu.
  3. Setjið rjóma, salt og vanilludropa saman við og hrærið þar til kremið hefur blandast vel saman og er orðið mjúkt og slétt.
  4. Sprautið kreminu á hverja köku fyrir sig t.d. með sprautustút 1M.
  5. Skreytið með súkkulaðisírópi og kókos.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað