Kjötsúpan í fjölskyldunni minni er að sjálfsögðu sú besta í öllum geiminum! Þessi súpa hefur verið elduð af ömmu minni og mömmu síðan ég man eftir mér og hefur alltaf verið mitt uppáhald. Þegar Mr. Handsome kom í fjölskyldunni gerði mamma kjötsúpu. Þetta var hálfgert inntökuskilyrði, því ef hann borðaði ekki kjötsúpu held ég að þetta samband hefði bara ekki gengið! án gríns! En sem betur fer fannst honum kjötsúpan svo góð að hann át hana á methraða og mamma sagði við hann að hann borðaði svo hratt að henni væri hálf óglatt! hahahahaha…..þá var hann að stækka svo mikið þessi elska. Þessi súpa er líka uppáhald dóttur minnar og hún biður um kjötsúpu í hvert mál og elskar þetta mjúka kjöt í súpunni. Því miður get ég ekki haft kjötsúpu á hverju kvöldi og á hún erfitt með að skilja það þessi elska.
Í fjölskyldu minni hefur þetta þó alltaf kallast kjöt í karrý, það þýðir að þú færð kjötsúpu, hrísgrjón til hliðar og einstaklega góða karrý sósu allt í sama kvöldmatnum. Ég ætla að deila með ykkur karrýsósunni mjög fljótlega.
Innihald
1-2 lúkur af hrísgrjónum (eða eins mikið og þú vilt)Aðferð