Bollur með Creme burlée rjóma og karamellu

by thelma

Þessar bollur slógu heldur betur í gegn hér á heimilinu og hjá nágrönnunum. Þessar vatnsdeigsbollur eru mjög góðar og auðvelt að gera og auðvitað er hægt að setja hvaða fyllingu sem er. En þessi er skemmtilega öðruvísi, skyrið gerir þær ferskar á móti sætunni. Einnig er gaman að bjóða upp á bolluhringi í stað bollu, eða ílangar eða hvað sem ykkur dettur í hug. Njótið.

Bollur með Creme burlée rjóma og karamellu

Prenta
undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Bollur'

240 ml vatn
115 g smjör
1 msk sykur
½ tsk salt
120 g hveiti
4 egg

Fylling
500 ml rjómi
350 g crème burlee skyr
2 msk flórsykur
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
Kanilsykur

Toppur
Flórsykur
Karamella

Aðferð

Bollur

Fyrir þessa uppskrift þarf ekki hrærivél eða þeytara.

  1. Setjið vatn í pott yfir meðal háum hita og látið suðu koma upp.
  2. Setjið smjör, sykur og salt saman við og hrærið þar til smjörið hefur náð að bráðna saman við vatnið.
  3. Setjið hveitið saman við og hrærið stanslaust þar til deigið er orðið þykkt og sleppir hliðum pottsins. Ég notaði ekki hrærivél.
  4. Slökkvið undir pottinum, bætið einu eggi saman við í einu og hrærið vel á milli.
  5. Setjið deigið í sprautupoka með þeim stút sem þið viljið. T.d. 1M, rósastút eða klippið 1 cm gat fremst á sprautupoka.
  6. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og sprautið deiginu í litla jafna hringi. Hver hringur þarf ekki mikið deig þar sem deigið lyfta sér vel í ofninum.
  7. Bakið við 200 gráðu hita í 10 mínútur, lækkið þá ofninn niður í 170 gráður og bakið í 15 mínútur.
  8. Látið hringina kólna áður en þið skerið þá í sundur og setjið á þær.

Fylling

  1. Þeytið rjómann þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
  2. Blandið skyrinu saman við ásamt kanil, vanilludropum og flórsykri og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  3. Setjið rjómablönduna í sprautupoka og sprautið fallega á hverja bollu fyrir sig, eða setjið 2 msk á hverja bollu.
  4. Stráið kanilsykri yfir rjómablönduna og lokið bollunni.
  5. Stráið flórsykri yfir hverja bollu fyrir sig.
  6. Setjið tilbúna karamellusósu ofan á hverja bollu fyrir sig. Til eru allskonar karamellusósur tilbúnar sem gott er að nota ofan á bollurnar.
  7. Geymið bollurnar inni í ísskáp þar til þær eru bornar fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað