Þessar bollur slógu heldur betur í gegn hér á heimilinu og hjá nágrönnunum. Þessar vatnsdeigsbollur eru mjög góðar og auðvelt að gera og auðvitað er hægt að setja hvaða fyllingu sem er. En þessi er skemmtilega öðruvísi, skyrið gerir þær ferskar á móti sætunni. Einnig er gaman að bjóða upp á bolluhringi í stað bollu, eða ílangar eða hvað sem ykkur dettur í hug. Njótið.
Bollur' 240 ml vatn Fylling Toppur Bollur Fyrir þessa uppskrift þarf ekki hrærivél eða þeytara. FyllingInnihald
115 g smjör
1 msk sykur
½ tsk salt
120 g hveiti
4 egg
500 ml rjómi
350 g crème burlee skyr
2 msk flórsykur
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
Kanilsykur
Flórsykur
KaramellaAðferð