Það er svo einfalt að skella í eitt bananabrauð og tilvalið að nýta gamla banana sem enginn vil borða. Þetta bananabrauð er einstaklega mjúkt og gott, hægt er að bæta hnetum, súkkulaði eða öðru saman við.
125 g smjör við stofuhita Hitið ofninn í 160 gráðu hita og setjið smjörpappír í ílangt form. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Skafið hliðarnar af skálinni og blandið eggjum saman við og hrærið vel. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og kanil saman í skál og blandið saman. Blandið því saman við ásamt stöppuðum bönunum, hveitiblöndunni, vanilludropum og sírópi. Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Setjið deigið í formið og bakið í 60 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju brauðsins. Gott er að kæla brauðið aðeins í forminu áður en þið takið það út. Gott með smjöri, Nutella og bönunum eða því sem ykkur dettur í hug.Innihald
175 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 banananar, vel þroskaðir
255 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill, kúfuð
120 g síróp, ég nota GoldenAðferð