Mynd eftir Lárus Karl
Súkkulaðimús sem er alveg einstaklega einföld og fljótleg með kókosrjóma sem er sérlega góður með mjúkri súkkulaðimúsinni. Passar við öll tækifæri, sem eftirréttur eða sem smádesert fyrir veisluna. Hægt að setja í hvaða stærð af glösum sem er.
200 g dökkt súkkulaði Kókosrjómi Súkkulaðispænir Setjið súkkulaði og vatn í pott, bræðið yfir vatnsbaði og hrærið vel. Þegar súkkulaðið er bráðnað skuluð þið setja pottinn til hliðar og kæla. Setjið eggjahvítur og salt í skál og hrærið þar til þær eru orðnar stífar. Blandið eggjarauðum saman við súkkulaðið og hrærið vel með sleif. Blandið þeyttu eggjahvítunum saman við súkkulaðiblönduna smámsaman og hrærið vel á milli með sleif þar til allt hefur blandast saman. Sprautið súkkulaðimúsinni í glös eða skálar og kælið inni í ísskáp í 2-3 klukkustundir með plastfilmu yfir. Kókosrjómi Þeytið rjómann og hrærið kókosinn saman við með sleif. Setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum fallega ofan á súkkulaðimúsina. Skreytið með súkkulaðispónum.Innihald
3 msk vatn
4 egg, skipt í eggjahvítur og eggjarauður
¼ tsk salt
250 ml rjómi
2 msk kókosAðferð