Pistasíuís með súkkulaði og karamellu

by thelma

Mynd eftir Heimi Óskarsson

Þessi uppskrift var í kökubæklingi Nóa Siríus sem ég gerði árið 2015. Það er ótrúlega einfalt og gaman að gera sinn eigin ís og þá sérstaklega við sérstök tilefni eins og jól og áramót. Þessi ís er einstaklega góður.

Pistasíuís með súkkulaði og karamellu

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

6 stk eggjarauður
70 g sykur
120 g púðursykur
7 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
200 g konsum súkkulaði
200 g pistasíuhnetur
1⁄2 tsk. sjávarsalt
200 g Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu
3 msk rjómi
TOPPUR
brætt Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu
pistasíuhnetur

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

  2. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.

  3. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið vanilludropum saman við og hrærið.

  4. Grófsaxið súkkulaði og blandið saman við ásamt pistasíuhnetum og salti.

  5. Hellið ísblöndunni í kökuförm eða form sem þolir frost.

  6. Bræðið Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 3 msk. af rjóma. Hrærið þar til súkkulaðið hefur ná að bráðna alveg.

  7. Hellið brædda karamellusúkkulaðinu yfir ísínn og hrærið léttilega í gegnum ísinn með hníf.

  8. Frystið ísinn í lágmark 5 klukkustundir.

  9. Berið fram með bræddu Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu og pistasíuhnetum.

Notes

ísinn geymist vel inni í frysti í 3 mánuði

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað