Mynd eftir Lárus Karl
Þessi ís er í uppáhaldi hjá mörgum í fjölskyldunni þá sérstaklega mömmu og Mr. Handsome, þau rífast um síðasta bitann! Ég gerði þennan ís upphaflega sem eftirrétt á páskunum. það er eitthvað við piparmyntu sem minnir svo á páskana. Ísinn sló í gegn og hefur verið gerður síðan á þessu heimili við sérstök tilefni. Ísinn er einstaklega mjúkur og góður með þeyttum rjóma.
OREO BOTN 1 pakki Oreo kexkökur, hakkaðar í matvinnsluvél eins smátt og hægt er. ÍS Botn Hakkið Oreo-kex í matvinnsluvél þar til það verður fínmalað. Setjið kexið í botninn á hringlaga smelluformi og þrýstið niður í botninn með glasi og aðeins upp á hliðar formsins. Ís Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaðið og blandið saman við ísblönduna. Blandið því næst vanillu- og piparmyntudropum saman við. þeir sem vilja geta síðan þeytt eggjavhíturnar og blandað þeim saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni yfir Oreo-botninn og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Þegar ísinn er tekinn út er gott að láta hann standa aðeins við stofuhita svo auðvelt sé að ná ískökunni úr forminu. Takið beittan hníf og skerið undir botninn á ísnum og færið yfir á disk. Bræðið 50 g af piparmyntusúkkulaði yfir vatnsbaði og skreytið könuna en notið 50 g af grófsöxuðu súkkulaði til skrauts. Innihald
Settu hökkuðu Oreo kexin í botninn á eldföstu móti og þrýstu niður í botninn og upp á hliðarnar og settu til hliðar.
6 egg
6 msk sykur
7 dl rjómi
1/2 tsk vanilludropar
2 tsk piparmyntudropa (3 tsk. fyrir þá sem vilja meira myntubragð)
170 g púðursykur
200 g piparmyntufyllt súkkulaði t.d. parlín frá Nóa sírius
100 g piparmyntufyllt súkkulaði t.d. parlín frá Nóa sírius
2 dropar af myntugrænum matarlit (gelmatarlit)Aðferð