Þegar uppskrift inniheldur kókosbollur, hvað þarf meira? Þennan eftirrétt þarf ekki að baka og er mjög fljótgerður, snilld í matarboðið. Ferskur og góður.
170 g Ísey skyr með kókos Skerið kókosbollurnar í u.þ.b. 4 bita hverja og setjið í botninn á glasi. Hrærið kókosskyrið og sprautið því í glösin eða setjið ofan í með skeið. Skerið jarðarberin smátt niður og setjið ofan á. Hrærið jarðaberjaskyrið og setjið ofan á ásamt kókosbollu. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á eða setjið á með skeið, skreytið með súkkulaðisírópi og ristuðum kókós. Innihald
170 g Ísey skyr með jarðarberjum
8 stk jarðarber, fersk
2 stk kókosbollur
TOPPUR
1⁄4 l rjómi
súkkulaðisíróp
ristaður kókosAðferð