Mynd eftir Lárus Karl
Þessar kökur slá alltaf í gegn í barnaafmælinu hjá fullorðna fólkinu. Þær eru alveg einstaklega góðar með kaffinu. Kakan er mjúk súkkulaðikaka með kaffikeim og sætu kókoskremi ofan á. Ristaði kókosinn gefur kökunni svo fallegt útlit. Einnig er hægt að sleppa kaffinu og bjóða börnunum upp á smakk.
Kaka Kókoskrem 2 msk kókosmjólk Mokkasúkkulaðiglassúr Hitið ofninn í 180°C og raðið bollakökuformum í bökunarmót og setjið á bökunarplötu. Hrærið saman egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið saman við mjólk, smjöri og vanilludropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið hveiti, kakói, kaffi, matarsóda og salti saman í skál og blandið saman við, bætið svo sýrða rjómanum út í og hrærið lauslega. Bætið súkkulaðibitum saman við og hrærið með sleif. Sprautið deiginu jafnt í formin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3, u.þ.b. 2 msk af deigi í hvert form. Bakið í 15-18 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á þær. Kókoskrem Hrærið smjör og vanilludropa vel saman og bætið flórsykri og mjólk smátt og smátt saman við þar til allt hefur blandast vel saman. Hrærið áfram þar til kremið verður ljóst og létt í sér. Bætið kókosnum saman við og hrærið lauslega. Sprautið kreminu á kökurnar, setjið eina msk af súkkulaðiglassúr yfir þær og stráið ristuðum kókos yfir hverja köku. Mokkasúkkulaðiglassúr Blandið þurrefnum saman í skal og hrærið vel. Bætið kókosmjólkinni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Ef glassúrinn er of þykkur bætið þá meira af kókosmjólk saman við, aðeins litlu í einu og hrærið vel á milli. Ristið kókos á pönnu þar til kókosinn hefur fengið fallegan brúnan lit og stráið yfir hverja köku.Innihald
1 egg
170 g sykur
180 ml kókosmjólk (ekki í dós)
115 g bráðið smjör
2 tsk vanilludropar
140 g hveiti
25 g dökkt kakó
3 msk skyndikaffiduft
1 ½ tsk matarsódi
½ tsk salt
2 msk sýrður rjómi
80 g dökkt súkkulaði, grófsaxað
225 g smjör við stofuhita
1 msk vanilludropar
460 g flórsykur
40 g kókos
30 g kókos, ristaður
80 g flórsykur
1 tsk skyndikaffiduft
2 tsk dökkt kakó
2 tsk kókosmjólkAðferð