mynd eftir Heimir Óskarsson
Þetta er jólakonfekt fjölskyldunnar. Mamma hefur gert þetta konfekt síðan ég man eftir mér og komum við fjölskyldan saman hver jól og gerum þetta jólakonfekt. Einstaklega auðvelt þar sem allir geta tekið þátt, ungir sem aldnir. Einstaklega fallegt að bera fram í jólaboðinu eða setja í jólapakkann, t.d. eitt og sér eða með góðu rauðvíni eða bók.
1 krukka af krisuberjum með stilkum Setjið smjörpappír á plötu og setjið til hliðar Hellið vökvanum af kirsuberjunum og raðið þeim á pappír til þess að þurrka þau. Hnoðið marsípan og flórsykur saman þar til það hefur blandast vel saman. Fletjið marsípanið út þar til það er orðið u.þ.b. 0.5 cm á þykkt. Gott er að hafa vel af flórsykri þegar þið fletjið út marsípanið svo það festist ekki við borðið. skerið út u.þ.b. 5x5 cm ferninga. Setjið marsípanið utan um hvert kirsuber fyrir sig og myndið fallega kúlu. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Dýfið kirsuberjunum ofan í súkkulaðið og leggið á smjörpappírinn. Gott er að setja kirsuberið í kæli þar til súkkulaðið hefur náð að storkna. Geymið í kæli þar til kossarnir eru bornir fram Innihald
200 g marsípan
80 g flórsykur
250 g suðusúkkulaðiAðferð
I