Hvít súkkulaðimús með hindberjum

by thelma

Mynd eftir Heimir Óskarsson

Þessi uppskrift var í Nóa Siríus kökubæklingnum sem kom út árið 2015.

Fersk og góð súkkulaðimús með hvítu súkkulaði sem auðvelt er að gera. Tilvalinn eftirréttur við hvaða tækifæri sem er en hindberin og hvít súkkulaðimúsin minna þó helst á jólin.

Hvít súkkulaðimús með hindberjum

Prenta
fyrir: 6ö8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

250 g hvítt súkkulaði
30 g rjómaostur
1 tsk vanilludropar
60 ml rjómi
¼ tsk sjávarsalt
3 eggjahvítur
100 g sykur
TOPPUR
Hinder
Flórsykur

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið til hliðar og kælið.

  2. Hrærið rjómaostinn og vanilludropa saman þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur. Bætið rjómanum saman við og hrærið vel í rúmar 3 mínútur

  3. Hrærið eggjahvítur og salt saman í annarri skál og bætið sykrinum varlega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.

  4. Blandið brædda súkkulaðinu saman við rjómaostablöndunni ásamt eggjahvítunum og hrærið varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

  5. Setjið í sprautupoka, sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í eftirréttaglös og kælið inni í ísskáp í rúmlega 2 klst.

Toppur

Skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri. Geymist í kæli þar til súkkulaðimúsin er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað