Börnin mín vita ekkert betra en heitt kakó og hvað er betra en gott heitt kakó í kuldanum með rjóma og súkkulaði. Þetta kakó gerði ég einnig ótal sinnum í útilegum í sumar og alltaf sló það í gegn. Það skiptir máli að velja gott kakó til að fá þetta ekta súkkulaðibragð sem við erum svo hrifin af.
40 g dökkt kakó TOPPUR Blandið kakói, sykri og salti saman í pott. Sjóðið vatn og blandið þí saman við kakóblönduna og hrærið vel undir meðalháum hita. Hrærið í rúmar 2 mínútur eða þar til örlítil suðua kemur upp. Blandið mjólkinni saman við og hrærið vel saman. Hitið kakóið þar til það er orðið nægilega heitt. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.Innihald
100 g sykur
1/4 tsk salt
1 dl vatn
8 dl mjólk
þeyttur rjómi og súkkulaðispænirAðferð