Skúffukakan hennar mömmu

by thelma

Mynd: Lárus Karl

Einu sinni var þetta eina kakan sem ég bakaði. Ég baka hana á öllum tímum dags og meira að segja seint að kvöldi til þegar mig hefur langað í eitthvað gott og sætt. Þessi kaka er búin að vera í fjölskyldunni í yfir 30 ár og klikkar aldrei. Skúffukakan hennar mömmu er orðin þekkt á meðal vina og vandamanna og er einstaklega mjúk með dökku súkkulaðiglassúri. Hún er best heit með ískaldri mjólk, en líka góð daginn eftir, og daginn eftir og daginn eftir.

Skúffukakan hennar mömmu

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.5/5
( 2 voted )

Innihald

4 egg
420 g sykur
320 g hveiti
3 msk dökkt kakó
frekar kúfaðar
5 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
120 g brætt smjör

SÚKKULAÐIGLASSÚR
1 pk flórsykur
3 msk dökkt kakó
60 g brætt smjör
2 msk tilbúið kaffi
heitt vatn

Kókos

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ofnskúffu að innan.

  2. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt, eða í u.þ.b. 5 mínútur.

  3. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skafið vel hliðarnar á skálinni inn á milli til þess að allt blandist vel.

  4. Hellið deiginu í ofnskúffuna og dreifið því jafnt með sleif. Bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

  5. Kælið kökuna í 3-5 mínútur áður en þið setjið glassúrið ofan á. 

Súkkulaðiglassúr

  1. Hrærið flórsykur og kakó saman.

  2. Bræðið smjör og hellið saman við. Bætið því næst kaffi út í og hrærið vel. Bætið heitu vatni saman við þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt.

  3. Bætið aðeins litlu magni af vatni saman við í einu og hrærið vel á milli, magnið af heitu vatni á aðeins að vera til þess að ná a glanda öllu vel saman, en alls ekki til að þynna glassúrinn  mikið. (2-4 msk)

  4. Gott er að stinga nokkur göt á kökuna með prjóni til þess að láta glassúrið leka inn í kökuna. Smyrjið súkkulaðiglassúrinu ofan á kökuna og stráið kókos yfir.

Best er að geyma kökuna svo í loftþéttum umbúðum, t.d. set ég hana alltaf inn í ofn og geymi hana þar, þá helst hún mjúk í nokkra daga þar til hún klárast.....ef það gerist þá ekki strax!

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað