Graskersbollakökur með rjómaostakremi

by thelma

Ég ætla að deila með ykkur alveg ótrúlega mjúkum og góðum bollakökum sem innihalda grasker. Ég notaði graskerspæfyllingu í kökurnar sem gerir einstkalega gott kryddbragð með dúnmjúku rjómaostakremi með kanil. Þið verðið bara að prófa! Ekta uppskrift fyrir haustmorgunkaffið. Til að toppa þetta mæli ég með latte með hvítu súkkulaði, rjóma og kanil.  Einnig tilvalið að skreyta kökurnar með hrekkjavökuskrauti í tilefni hrekkjavökunnar.

Graskersbollakökur með rjómaostakremi

Prenta
fyrir: 16-18 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

200 g hveiti
1 ½ tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk múskat
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
150 g smjör
150 sykur
100 g púðursykur
2 egg
180 g graskerspæ fylling (er í niðursuðudós)
80 ml mjólk
2 tsk vanilludropar

Rjómaostakrem með kanil
150 g smjör við stofuhita
170 g rjómaostur við stofuhita
1 ½ tsk kanill
1 tsk vanilludropar
350 g flórsykur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og raðið bollakökuformum í bollakökubökunarform.

  2. Setjið hveiti, kanil, engifer, múskat, lyftidurt, matarsóda og salt saman  í skál og hrærið vel.

  3. Setjið smjör í örbylgjuofn og hitið þar til það er aðeins farið að bráðna. Setjið sykur og púðursykur í skál ásamt smjöri og hrærið saman þar til blandan verður ljós og létt.

  4. Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið ásamt vanilludropum og graskerspæ-fyllingu/mauki. Blandið þurrefnum saman við ásamt mjólkinni til skiptist þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa hliðarnar á skálinni og hræra öllu saman í lokin.

  5.  Fyllið formin ca. ¾, eða örlítið meira en hálffull. Bakið í rúmega 15 mínútur  eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökkurnar alveg áður en þið setjið kremið á.

Rjómaostakrem með kanil

  1. Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt. Bætið rjómaostinum saman við og hrærið þangað til blandan verður mjúk og slétt.

  2. Bætið kanil saman við ásamt vanilludropum. Bæti því næst flórsykri saman við, smátt og smátt í einu þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa hliðarnar innan á skálinni og hræra vel í lokinn.

  3. Setjið sprautustút t.d. 1M í sprautupoka og setjið kremið í, sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með pekanhnetum eða því sem ykkur langar til. Tilvalið að setja t.d. eitthvað hrekkjavökuskraut á þær í tilefni hrekkjavökunnar.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað