Marengs með nutella og pipar nóa kroppi

by thelma

Sjúklega góð og öðruvísi marengskaka sem slær alltaf í gegn. Fyrir piparsjúklinga er þessi kaka algjörlega málið.

Marengs með nutella og pipar nóa kroppi

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.0/5
( 2 voted )

Innihald

3 eggjahvítur
200 g púðursykur
½ tsk lyftiduft

Toppur
4 msk Nútella, kúfaðar, eða meira ef þið viljið
½ lítri rjómi
2 msk flórsykur
1 poki Nóa kropp með pipardufti (180g)
súkkulaðisíróp

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 150 gráðu hita og setjið smjörpappír á bökunarplötu.

  2. Hrærið eggjahvítur þar til þær verða að hálfgerðri froðu. Bætið púðursykrinum saman við, eina msk í einu og hrærið vel á milli. Hrærið þar til marengsinn er orðinn stífur og stendur.

  3. Bætið lyftiduftinu saman við og hrærið vel.

  4. Setjið marengsinn á bökunarplötuna og myndið jafnan hring, gott era ð móta hring með t.d. hringlaga kökuformi. Bakið í ca.50 mín. eða þar til maregnsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg og leyfið honum að jafna sig áður en þið takið hann af plötunni.

Toppur

  1. Setjið marengsinn á kökudisk og smyrjið Nutella yfir botninn.

  2. Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og hrærið flórsykri saman við með sleif. Setjið rjómann á marengsinn, setjið Nóa kropp ofan á rjómann og sprautið súkkulaðisírópi yfir. Þeir sem vilja ekta súkkulaði geta brætt 100 g af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði og slett yfir kökuna.

  3. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. Gott er að setja á marengsinn deginum áður.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað