Bicotti með konsum súkkulaði og möndlum

by thelma

Biscotti eru frægar í Ítalíu, stökkar og góðar sem gott er að dýfa ofan í heitt kaffið til að mýkja þær upp. Snilldin ein að eiga þessar upp í skáp þegar góðir gestir koma í heimsókn.

Prenta
fyrir: 25 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

130 g smjör við stofuhita

120 g sykur

100 púðursykur

1 msk skyndikaffiduft

2 egg

300 g hveiti

1 ½ tsk lyftiduft

½ tsk sjávarsalt

2 tsk kanill

100 g möndlur

200 g konsum súkkulaði

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170 gráður og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.

  2. Hrærið smjör, sykur, púðursykur og kaffi saman þar til blandan verður ljós og létt.

  3. Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið vel.

  4. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og blandið saman við deigið og hrærið varlega.

  5. Grófsaxið möndlur og súkkulaði og setjið saman við deigið og hrærið varlega þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

  6. Setjið hveiti á eldhúsbekkinn eða bretti og hnoðið deigið léttilega svo það festist saman.

  7. Skiptið deiginu í 3 bita og formið sívala hleifa úr því um 10 cm á breidd og setjið á bökunarplötuna. Bakið í 25 mínútur.

  8. Takið hleifana út úr ofninum og látið þá standa í 10 mínútur. Skerið hleifana í um 2 cm þykkar sneiðar og leggið á plötuna með sárið upp. Bakið í 10 mínútur. Snúið  kökunum við á hina hliðina og bakið í aðrar 10 mínútur. Kælið kökurnar. Kökurnar eiga að vera krispí og góðar.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað